top of page
Svona var hönnunarþingið
á síðast ári:
This is how the last years DesignThing was:
Listaháskóli Íslands
Fyrsta og þriðja ár vöruhönnunardeildar LHI
verður með opna vinnustofu.
Öllum hnútum kunnug
Öllum hnútum kunnug er þverfaglegt verkefni sem skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu.
Tinna Gunnarsdóttir
Tinna Gunnarsdóttir fyrrum prófessor við Listaháskóla Íslands sýnir vörur sínar
Ágústa Magnúsdóttir og
Gústav Jóhannsson
Agustav sérhæfir sig í húsgögnum framleidd með endingargildi að leiðarljósi. AGUSTAV vinnur með heildstætt hönnunar-og framleiðsluferli þar sem form og notagildi kallast á.
Hanna Dís Whitehead
Hanna Dís sýnir verk sín sem staðsett eru á landamærum hönnunar, listar og handverks.
Petra Lilja
Hin sænska Petra Lilja talar um doktorsverkefnið sitt "Mineral matterings - a philosophical take on the designers relation to their material"
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir
og Iðunn Brynja Sveinsdóttir
IHANNA HOME hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi. Innblásturinn kemur úr okkar nærumhverfi.
Aalto Aalto studio
Hin virta hönnunarstofa Aalto Aalto frá Finnlandi segir okkur frá verkefnum sínum.
Sigurjón Pálsson
Sigurjón sest með kaffibolla á Stéttinni og fjallar um mikilvægi vöruhönnunar og áhrif hennar á daglegt líf okkar.
Vöruhönnunar Pub quiz
Hönnunarspurningar fyrir lengra komna.
Hugdetta
Hugdetta sýnir Sweet Salone og fleira í sýningarsal í Svörtuborg í Kaldakinn og á samsýningu á Stéttinni Húsavík
Stefán Pétur Sólveigarson
Stefán Pétur vöruhönnuður fjallar um stöðu gervigreindar og framtíð í tengslum við hönnun.
Anna Diljá Sigurðardóttir
Anna Diljá er sjálfstæður hönnuður sem sérhæfir sig í listrannsóknum og upplýsingahönnun. Hún verður með fyrirlestur um verkefnið sitt „Höf á tímamótum"
Anna Thorunn
Anna Þórunn vöruhönnuður sýnir vörur sínar sem innblásnar eru af upplifunum og tilfinningum.
Rúna Thors
Rúna Thors lektor í vöruhönnun verður með kynningu um vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands.
Klúðurkvöld
Hönnuðir standa upp og lýsa ýmsum verkefnum sem mistókust eða klúðruðust á einhvern hátt. Á klúðurkvöldinu fá hlustendur að hlýða á hvað klúðraðist í ferlinu og læra af mistökum annara.
Studio Flétta
Flétta er hönnunarfyrirtæki þar sem unnið er með endurnýtt hráefni og staðbundna framleiðslu
Arkitýpa
Leikandi form, nýskapandi hönnun og endurnýtt hráefni úr byggingariðnaði sameinast í afurðum ARKITÝPU, sem eru húsgögn með margþætta nýtingu og áherslu á hringrásarhönnun í efnisvali.
bottom of page